Dual Recovery Anonymus eru sjálfstæð, sjálfshjálparsamtök
áhugamanna með tvíþætta greiningu með tólfsporavinnu
að leiðarljósi. Markmið okkar er að hjálpa körlum
og konum sem eru haldin tvíþættum sjúkdómi. Við
erum haldin efnafíkn og við erum einnig haldin tilfinningalegum eða
geðrænum sjúkdómi. Báðir kvillarnir hafa áhrif
á líf okkar á öllum sviðum, líkamlega, sálrænt,
félagslega og andlega.
Tvíþætt greining Efnafíkn
Hverjir eru DRA félagar
Dual Recovery Anonymus eru samtök karla og kvenna sem hittast til að
styðja hvert annað í sameiginlegum bata frá tveimur sjúkdómum
sem eru engum að kenna: Tilfinningalegum eða geðrænum sjúkdómi
og efnafíkn.
Sjúkdómar sem eru engum að kenna
Dual Recovery Anonymus er framkvæmdaáætlun um sjálfshjálp.
Hún byggir á meginsjónarmiðum reynslusporanna 12 og reynslu
karla og kvenna í bata sem eru með tvíþætta greiningu.
DRA framkvæmdaáætlunin hjálpar okkur bæði
að ná bata frá efnafíkn okkar og tilfinningalegum og
geðrænum sjúkdómi með því að einbeita
okkur að forðast bakföll og að bæta lífsgæði
okkar með virkum hætti. Með því að eiga samfélag
um gagnkvæman stuðning lærist okkur að forðast hættuna
á að snúa aftur í áfengis- og lyfjaneyslu sem
og að draga úr einkennum tilfinningalegs og geðræns sjúkdóms
okkar.
Það eru aðeins tvö inngönguskilyrði:
- Löngun til að hætta að drekka áfengi og nota aðra
vímugjafa.
- Löngun til að hafa stjórn á tilfinningalegum eða
geðrænum sjúkdómi okkar á heilbrigðan og
uppbyggjandi hátt.
DRA félagar eru hvattir til að byggja sterkt stuðningsnet á
persónulegum grunni. Það stuðningsnet getur verið samsett
af ýmsum aðilum, s.s. meðferðaraðilum á sviði
efnafíknar og geðheilbrigðis, fagfólki á sviði
heilbrigðis- og félagsþjónustu og aðilum sem veita
andlega eða trúarlega aðstoð, auk annara 12 spora- eða
sjálfshjálparhópa. DRA hefur enga skoðun á því
hvernig aðrir taka á vandamálum sem tengjast tvíþættri
truflun eða tvíþættum bata. Við gefum ekki ráð
varðandi einstök meðferðarúrræði við hinum
ýmsu gerðum tilfinningalegra eða geðrænna sjúkdóma.
En við deilum með hvert öðru persónulegri reynslu okkar
af þeim leiðum sem við höfum farið til að læra
að fást við einkenni okkar með því að nota
reynslusporin 12 í daglegu lífi okkar.
12 reynsluspor DRA
Að forðast bakföll
DRA er framkvæmdaáætlun áhugamanna um sjálfshjálp.
Það þurfa alltaf að vera skýr mörk á milli
vinnu DRA og vinnu fagmanna á sviði efnafíknar og geðheilbrigðis.
Inngangsorðum DRA og hinum tólf erfðavenjum okkar er ætlað
það hlutverk að vera leiðarljós fyrir fundi, deildir,
nefndir, og þjónustustofnanir, þannig að þær
starfi með þeim hætti að það stuðli að bata
allra félaga í samtökum okkar. Erfðavenjur okkar eru tillögur
sem hjálpa DRA í heild sinni til að þjóna megintilgangi
sínum og viðhalda því leiðarljósi sem lagt
var upp með.
12 erfðavenjur DRA
Leið Dual Recovery Anonymous í tvíþætta bataferlinu
byggir á nokkrum einföldum hugmyndum og sporum. Þetta eru fremur
tillögur að leið til bata en reglur. Þær hvetja okkur
til að finna okkar eigið persónulega bataferli, það bataferli
sem sem er innihaldsríkast. Þeim er ætlað styðja þau
okkar sem vilja færa andlega vídd í tvíþættan
bata sinn. Unnið er eftir DRA framkvæmdaáætluninni einn
dag í einu. Hér eru tillögurnar að tvíþættum
bata:
- Í dag mun ég vera laus við áfengi og aðra vímugjafa.
- Í dag mun ég fylgja heilbrigðri áætlun um stjórnun
tilfinningalegs eða geðræns sjúkdóms míns.
- Í dag mun ég iðka tólf reynsluspor eftir betstu getu.
Andleg vídd
Megintilgangur DRA er að hjálpa hvert öðru að ná
tvíþættum bata, að koma í veg fyrir afturför
eða fall og að bera boðskapinn um bata til annarra sem þjást
af tvíþættri truflun.
|
[Prentvæn útgáfa]
Page Updated February 29, 2004 |
|