The DRA Crest
Dual Recovery Anonymous  
    Home  Find a DRA meeting in your area Finna fund  Members Services Member Services  DRA Books and Recovery Gifts Bookstore

 Að forðast bakföll

Velkomin/n í DRA
DRA Inngangsorð

Tólf reynsluspor

Tólf erfðavenjur

Að sættast við breytileikann

Að byrja í tvíþættum bata

Questions &
Answers

Meeting Format

History of DRA

The DRA Crest

Bookstore
 
Finna fund
Membership Services

Medication Issues

Register Meetings

Personal Stories

International News

Upcoming Events

Recommend This Site to a Friend

Downloads, PDFs

Ef þú vilt ekki renna til
skaltu forðast hálku

 

Upplýsingarnar sem hér er að finna um verkfæri í batferli og hvernig forðast á bakföll eru almenns eðlis og eru eingöngu settar fram sem tillögur. Þær eru byggðar á raunverulegri reynslu fjölda DRA félaga af verkfærum/tólum og aðferðum sem þeir hafa nýtt sér sem hluta af þeirra eigin bataferli.

Fólk í tvíþættum bata lærir að bera kennsl á viðvörunarmerki sem getað leitt til afturfarar í edrúmennskunni þannig að það getur gripið til markvissra jákvæðra aðgerða til að hindra að svo verði ekki. Á sama tíma fylgir það hagsýnni áætlun sem nær til tilfiningalegs eða geðræns sjúkdóms á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Því fyrr sem menn læra að koma auga á þessi viðvörunarmerki þeim mun fyrr geta þeir gripið til jákvæðra aðgerða í þágu eigin vellíðunar og bata.

Margir þættir geta leitt til bakfalls eða kasts í öðrum eða báðum sjúkdómum okkar "sem eru engum að kenna". Kast í geðsjúkdómi getur veikt mótstöðu okkar við bakfalli í vímuefni eða áfengi. Áfengis- og vímuefnaneysla getur leitt til kasts í geðsjúkdómi okkar. Áfengi og vímuefni geta líka breytt virkni geðlyfjanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það að viðhalda edrúmennskunni gefur okkur frelsi til að vaxa sem einstaklingar og hafa stjórn á sjúkdómnum okkar á heibrigðastan mögulegan hátt.

Þegar einstaklingur er haldinn efnafíkn kallast það bakfall þegar hann tekur fyrsta drykkinn eða fer í fyrstu vímuna eftir að hafa ákveðið að verða edrú eða hreinn og hafa verið það í tiltekinn tíma. Það er hjálplegt að líta á bakfallið sem ferli sem hefst löngu áður (oft kallað fallbraut). Fólk sem hefur fallið getur venjulega litið um öxl og bent á ákveðna hluti sem það hugsaði og gerði löngu áður en það byrjaði að drekka eða neyta. Hluti sem að lokum leiddu til bakfallsins. Það kann að hafa verið sjálfsánægt með einum eða örum hætti í bataferli sínu eða látið hjá líða að biðja um hjálp þegar þörf var á. Áhættuþættir tengdir bakfalli hvers og eins eru einstakir fyrir hann á sama hátt og greiningin og bataáætlunin.

Bakfall stafar venjulaga af samverkandi þáttum. Nokkrir mögulegir þættir og viðvörunarmerki gætu verið:

  • Að hætta lyfjameðferð á eigin spýtur þrátt fyrir ráðleggingar lækna og heilbrigðisstarfsfólks.
  • Að stunda staði þar sem drykkja fór áður fram og umgangast gamla neyslufélaga - viðsjárveðar aðstæður.
  • Að einagra sig – að sækja ekki fundi – að hringja ekki til að fá stuðning.
  • Að eiga áfengi, vímuefni og tengda hluti heima. Einu gildir af hvaða ástæðu.
  • Áráttuhugsun um að neyta áfengis og vímuefna.
  • Mistök við að fylgja eigin meðferðaráætlun – að hætta í meðferð – að sleppa að mæta í viðtal hjá lækni.
  • Yfirdrifin sjálfsöryggistilfinning – maður telur sig ekki þurfa neinn stuðning.
  • Erfiðleikar í samskiptum – viðvarandi alvarlegar deilur – maki enn í neyslu.
  • Að setja óraunhæf markmið – fullkomnunarárátta – of óvæginn í eigin garð.
  • Breytingar á næringar- og svefnmynstrum, eigin hreinlæti og atorku.
  • Þér finnst þú vera örvæntingarfullur – ráðþrota – einskis nýtur – yfirkominn af streitu.
  • Stöðugur leiði – pirringur – skortur á reglufestu og styrkum stoðum í lífið.
  • Skyndilegar breytingar á geðsjúkdómnum.
  • Þú dvelur við gömul sárindi og gremju – reiði – óleyst deilumál.
  • Þú forðast hluti – neitar að takast á við persónuleg mál og önnur vandamál daglegs lífs.
  • Áráttuhegðun verður þér töm – vinnualkóhólismi – fjárhættuspil – óhóf í kynlífi og fleira.

  • Stórbrotnar breytingar verða á lífinu – missir – sorg – áfall – sársaukafullar tilfinningar – stóri vinningurinn í lottóinu.
  • Að láta sem maður sjái ekki viðvöunarmerkin og gikkina (triggers).

Nánast allir sem eru í bata hafa upplifað tímabil þar sem ágengar hugsanir um drykku eða vímuefnaneyslu sóttu á þá. Í sérhverju bataferli er það ekki óalgengt að dreyma um að vera að drekka eða dópa. Það hjálpar að minna okkur á að raunveruleikinn í neyslu og drykkju hefur valdið okkur miklum vandræðum. Að alveg sama hversu slæmir hlutirnir kunna að verða þá er ávinningurinn við að vera edrú margfalt meiri en skammvinnur léttir sem áfengi eða vímuefni kunna að veita. Bataferlið tekur tíma. Smám saman hverfur fíknin, bakfallsdraumarnir og óvissan sem fylgir upphafi bataferlisins. Þegar við höfum tekið skuldbindandi ákvörðun um að hefja tvíþætt bataferli okkar munum við hægt en markvisst öðlast nýtt trúnaðartraust á hið nýja líf okkar án áfengis og annara vímuefna.

Að vera edrú og hreinn og að stýra geðrænum einkennum á uppbyggilegan hátt er viðvarandi ferli. Edrúmennska og það að fást á jákvæðan hátt við tvíþætta truflun eru verkefni sem falla hvort að öðru. DRA félagar koma sér upp sínum eigin lager af tækjum og tólum sem hjálpa þeim að ná þessum markmiðum með því að vera virkir í tvíþætta bataferlinu. Einstaklingur er í tvíþættum bata þegar hann á virkan hátt fylgir bataferli sem snýst um bataþörf hans fyrir bæði efnafíkn og geðsjúkdóm. Fólk sem er í tvíþættum bata tryggir það rækilega að það noti einhver þessara batatækja og –tóla á hverjum einasta degi. Persónuleg bataverkfærataska þess virkar sem haldbesta vörnin gegn bakfalli.


Með því að koma auga á hluti sem setja okkur í fallhættu og með því að nota stöðugt hin ýmsu bataverkfæri, reynum við að koma í veg fyrir bakfallið áður en það verður. Við getum reglulega endurskoðað forvarnaráætlanir okkar með læknunum okkar, meðferðaraðilum og trúnaðarmönnum/trúnaðarkonum og endurskoðað þær eins oft og þörf krefur.

Með því að bera kennsl á gikkina (triggers) og viðvörunamerkin, notfæra okkur hin ýmsu bataverkfæri og hafa hagnýta aðgerðaáætlun drögum við stórlega úr tilhneigingu okkar til að falla aftur í eigin fikn. Ef og þegar við föllum, þá hvorki dæmum við okkur né áfellumst – við erum ekki vont fólk. Við sækjumst eftir framförum ekki fullkomnun. Við einfaldlega lærum það sem við getum af stöðunni og höldum áfram að vinna í tvíþættu bataferli okkar. Það er mikilvægt að deila reynslunni af fallinu með trúnaðarmanni/trúnaðarkonu okkar og hópnum og það að hjálpa fagaðilum er mikilvæg leið til að átta sig á hvað fór úrskeiðis. Reynsla okkar getur einnig hjálpað öðrum sem eru í bata.

[Prentvæn útgáfa]

Page Updated February 29, 2004


   

Dual Recovery Anonymous
World Services Central Office
P.O. Box 8107, Prairie Village, Kansas, USA 66208
Toll Free 1-877-883-2332


Starting a DRA Meeting in your community Helpful Information

Your first DRA meeting What is it like?


DRA Meeting Start-up Packet in PDF format, Adobe
® Acrobat® required , or one can be sent to you by regular mail by Filling out this form

A Spiritual Dimension Information about spirituality, religion, and the concept of a higher power in personal dual recovery

Download, View, or Print, Meeting Start-up Packet and other DRA literature.

Register Your DRA 12 Step Group's meetings online   Or mail in form. Adobe® Acrobat® required


 This web site is created and maintained by The DRA World Service Central Office, Dual Recovery Anonymous World Services Inc.

 Copyright © 1993 - 2004 by DRA World Services Inc. All rights reserved

[contact info]  [privacy statement]  [copyright notices]  [policy on links and linking]  [Webmaster]