Einstaklingur með tvíþætta truflun er haldin tveimur
líffræðilegum sjúkdómum. Þeir eru ekki
viðkomandi einstaklingi að kenna. Hann gerði ekkert til að orsaka
þá. Hann valdi sér ekki það hlutskipti að
vera undir áhrifavaldi þeirra. Og hann á ekki skilið
að vera haldinn þeim. Báðir sjúkdómarnir
eru læknisfræðilega skilgreindir með einkenni sem unnt er
að byggja greiningu á. Með viðeigandi læknismeðferð
og stuðningi sjálfshjálparhópa eins og Dual Recovery
Anonymous getur einstaklingur með tvíþætta greiningu
lært að axla ábyrgð á því að vinna
með báða sjúkdóma sína á jákvæðan
og uppbyggjandi hátt.
Geðsjúkdómar eru truflanir í heilastarfseminni sem
geta raskað husgun, tilfinngingum, hugarástandi og hæfileikanum
á að samsama sig við aðra. Á sama hátt og sykursýki
er truflun í brisi sem ef til vill kallar á lyfjagjöf til
að stjórna sykurmagni í blóði, þá
er geðsjúkdómur truflun í heila sem ef til vill kallar
á lyfjagjöf til að stilla efnajafnvægi í heilanum.
Einstaklingar sem haldnir eru efnafíkn velja sér ekki það
hlutskipti að vera alkóhólistar eða fíklar –
þeir eru það bara. Því miður er það
nánast ómögulegt að vita hvort tiltekinn einstaklingur
er haldinn efnafíkn fyrr en hann byrjar að neyta áfengis eða
fíkniefna. Þegar svo þeim verður það ljóst
að þeir eiga við vandamál að stríða þá
eiga þeir ekki lengur nokkurra kosta völ og þeir hafa glatað
getunni að hætta á eigin spýtur.
Hvorugur sjúkdómurinn stafar af persónuleikagalla eða
skorti á siðferðisþreki. Ekki er heldur hægt að
vinna bug á þeim með því að "taka sig nú
ærlega saman í andlitinu" eða beita viljastyrk. Báðir
sjúkdómarnir láta sig einu varða um aldur, kynferði,
kynþátt, greindarvísítölu, trú eða
efnahagslega stöðu. Því miður umlykur félagsleg
smán báða sjúkdómana og rangar upplýsingar
um þá eru á sveimi meðal almennings og þetta aftrar
fóki frá því að fá þá hjálp
sem það þarfnast. Þetta eru raunverulegir "sjúkdómar
sem eru engum að kenna" og sérhver nálgun, sem skapar óraunsæja
sektarkennd og skömm, kemur í veg fyrir bata. |