The DRA Crest
Dual Recovery Anonymous  
    Home  Find a DRA meeting in your area Finna fund  Members Services Member Services  DRA Books and Recovery Gifts Bookstore

 Tvíþætt greining

Velkomin/n í DRA
DRA Inngangsorð

Tólf reynsluspor

Tólf erfðavenjur

Að sættast við breytileikann

Að byrja í tvíþættum bata

Questions &
Answers

Meeting Format

History of DRA

The DRA Crest

Bookstore
 
Finna fund
Membership Services

Medication Issues

Register Meetings

Personal Stories

International News

Upcoming Events

Recommend This Site to a Friend

Downloads, PDFs

Tvíþætt greining á íslensku er það sem hefur á ensku verið kallað Dual Diagnosis. Á ensku hefur Dual Diagnosis verið notað jöfnum höndum við: co-morbidity, co-occurring illnesses, concurrent disorders, comormid disorders, co-occurring disorder, dual disorder eða double trouble.

Einstaklingar með tvíþætta greiningu þurfa að takast á við margþætt geðfélagsleg (psychosocial) vandamál og kunna að vera haldnir fjölþættum sjúkdómum (fleirum en tveimur) sem virka hver á annan.

Dual Recovery Anonymous skilgreinir merkinguna á "tvíþættri greiningu" sem það, að hafa tvær aðgreindar greiningar sem eru þó nátengdar:

  • Geðsjúkdómur
  • Efnamisnotkun hvort heldur sem er fíkniefni eða áfengi.

Tvíþætt greining á við um það, þegar einstaklingur er bæði haldinn efnafíkn og tilfinningalegum eða geðrænum sjúkdómi. Báðir sjúkdómar hafa áhrif á einstaklinginn líkamlega, sálrænt, félagslega og andlega. Hvor sjúkdómur hefur einkenni sem trufla getu einstaklingsins til eðlilegrar virkni og að samsama sig við sjálfan sig og aðra. Viðkomandi einstaklingur er ekki aðeins undir áhrifum þessara tveggja aðskildu sjúkdóma, því sjúkdómarnir hafa áhrif hvor á annan. Sjúkdómarnir kunna að hafa neikvæð áhrif hvor á annan og hvor þeirra veikir mótstöðu hins gagnvart bakfalli. Stundum skarast einkenni þeirra og geta jafnvel einkenni annars sjúkdómsins hulið einkenni hins. Þannig getur bæði greining og meðferð orðið erfiðari en ella.

Maður getur af fullri einlægni reynt að ná bata frá öðrum sjúkdómnum og ekki viðurkennt hinn. Þegar maður vanrækir geðsjúkdóm sinn, getur sjúkdómurinn náð sér á strik aftur. Endurvirkni hans getur svo skapað þörf fyrir "sjálfslækningu" með lyfjanotkun. Með tímanum geta misheppnaðar tilraunir við að ná bata á báðum vígstöðvum leitt til þess að viðkomandi fær á tilfinninguna að hann sé misheppnaður og eigi ekki samleið með öðrum. Ef til vill verður skaðinn mestur á sjálfsmynd viðkomandi einstaklings.

Tvíþætt greining spannar vítt svið. Ástæðan er sú að geðsjúkdómar eru af ýmsum toga. Það eru einnig til margs konar mynstur á misnotkun áfengis og fíkniefna. Þess vegna eru margs konar gerðir af tvíþættri eða fjölþættri truflun mögulegar.

Tvíþættri greiningu geta mögulega fylgt margvísleg vandamál. Til dæmis:

  • Geðræn einkenni geta verið hulin vegna áfengis- eða fíkniefnaneyslu.
  • Einkenni áfengis- eða fíkniefnaneyslu, eða einkenni þess að áfengis- eða fíkniefnaneyslu er hætt, geta líkst einkennum geðsjúkdóms.
  • Ómeðhöndluð efnafíkn getur stuðlað að endurkomu geðrænna sjúkdómseinkenna.
  • Ómeðhöndlaður geðsjúkdómur getur stuðlað að bakfalli í áfengis- eða fíkniefnaneyslu.

Til annara vandamála og afleiðinga sem tengjast tvíþættri greiningu eru:

  • Fjölskylduvandamál eða vandamál í nánum tengslum.
  • Einangrun og félagsleg hlédrægni.
  • Fjármálaerfiðleikar.
  • Erfiðleikar í tengslum við atvinnu og skóla.
  • Áhættuhegðun við akstur.
  • Margar innlagnir á efnafíknarmeðferðastofnanir vegna bakfalla.
  • Margar innlagnir á geðdeildir.
  • Tíðari innlagnir á bráðamóttökur.
  • Aukin þörf fyrir aðstoð heilbrigðisþjónustu.
  • Vandamál lagalegs eðlis og möguleikar á fangelsun.
  • Heimilisleysi.

Uppi kunna að vera mismunandi túlkanir á því hvað "tvíþætt greining" er. DRA lítur svo á að ekki skipti máli hversu lengi eða hversu þungt við höfum verið haldin af öðrum hvorum sjúkdóma okkar sem engum er um að kenna. Til að vera félagi í samtökum Dual Recovery Anonymus þarf ekki tilvísun sérfræðings og einu gildir hversu mikið einstaklingurinn hefur nýtt sér félags- og heilbrigðisþjónustu. Önnur erfðavenja okkar er svohljóðandi: "DRA hefur tvö inntökuskilyrði: Löngun til að hætta að drekka áfengi og nota aðra vímugjafa og löngun til að hafa stjórn á tilfinningalegum eða geðrænum sjúkdómi okkar á heilbrigðan og uppbyggjandi hátt."

Einstaklingur er í tvíþættum bata þegar hann fylgir á virkan hátt bataáætlun sem tekur til bataþarfa hans. Bataþarfa fyrir efnafíkn annars vegar og geðsjúkdóm hins vegar.

[Prentvæn útgáfa]

Page Updated February 29, 2004


   

Dual Recovery Anonymous
World Services Central Office
P.O. Box 8107, Prairie Village, Kansas, USA 66208
Toll Free 1-877-883-2332


Starting a DRA Meeting in your community Helpful Information

Your first DRA meeting What is it like?


DRA Meeting Start-up Packet in PDF format, Adobe
® Acrobat® required , or one can be sent to you by regular mail by Filling out this form

A Spiritual Dimension Information about spirituality, religion, and the concept of a higher power in personal dual recovery

Download, View, or Print, Meeting Start-up Packet and other DRA literature.

Register Your DRA 12 Step Group's meetings online   Or mail in form. Adobe® Acrobat® required


 This web site is created and maintained by The DRA World Service Central Office, Dual Recovery Anonymous World Services Inc.

 Copyright © 1993 - 2004 by DRA World Services Inc. All rights reserved

[contact info]  [privacy statement]  [copyright notices]  [policy on links and linking]  [Webmaster]