Andleg vídd |
DRA félögum er frjálst að túlka og leggja sinn skilning í reynslusporin tólf á þann hátt að mæti þörfum þeirra fyrir tvíþættan bata. Félögum er frjálst að þróa sína eigin trú og lífsstíl til að styðja við tvíþættan bata sinn. Andlegar skoðanir: Sumir félagar í DRA flétta andlegum eða trúarlegum skoðunum inn í tólf spora vinnu sína. Þeir kunna að líta svo á að mynd þeirra af æðri mætti sé byggð á andlegum meginreglum. Þeir eru sáttir við hefðbundna nálgun að tvíþættum bata sem felur í sér bæn og hugleiðslu. Aðrar skoðanir: Aðrir félagar hafa komist að þeirri niðurstöðu að annars konar nálgun henti betur fyrir þeirra tvíþætta bata. Þeir kunna að vera ósáttir við andlegar meginreglur og iðkun bænahalds og hugleiðslu. Það kunna að vera nokkrar ástæður fyrir því að DRA félagi velji aðra nálgun:
DRA félögum er frjálst að þróa og fylgja ólíkum aðferðum við tólf spora bataáætlunina. Hugmyndin um æðri mátt getur innihaldið eitthvert eða öll eftirtalinna atriða:
DRA félagar þurfa ekki að takmarka sig við eina einstaka hjálpræðisuppsprettu. Það eru margar leiðir við að skilgreina æðri mátt eða mátt hjálpræðis. Sumir félagar nota hefðbundnar trúarskoðanir og aðrir ekki. Félagar kunna að líta á meðferðaraðila sinn, ráðgjafa, trúnaðarmann/trúnaðarkonu, DRA hóp og sérhverja aðra þá hjálpræðisuppsprettu sem þeir meta mikils sem sinn persónulega æðri mátt eða hjálpræðismátt. DRA félagar leggja ekki dóm á hvernig aðrir skilgreina æðri mátt, andlega reynslu eða andlega vakningu. Þessi hugtök eru háð skynjun og skilningi hvers og eins. Það er hins vegar mikilvægt að félagar velji sér æðri mátt eða hjálpræðismátt sem þeir treysta sem sinni persónulegu hjálpræðisuppsprettu – hugmynd sem þeir telja að minnsta kosti að eitthvað vit sé í og sjái þeim fyrir umhyggjusömum, jákvæðum stuðningi. Að lokum þetta. Þó að í flest öllum bókum sem tólf spora samtök hafa gefið út, þar á meðal Dual Recovery Anonymous samtökin, sé að finna orðin "Guð" og "æðri máttur" gerum við okkur grein fyrir að sumir eru á móti þeim eða finna til óþæginda gagnvart þeim. Þú skalt óhikað setja í þeirra stað önnur hugtök sem virka fyrir þig í þínum persónulega bataferli. DRA tengist ekki neinum trúarbrögðum, né hefur skoðun á málefnum tengdum æðri veru. Tvíþætt bataáætlun okkar gundvallast á meginreglum persónufrelsis og valfrelsis. |
Copyright © Dual Recovery Anonymous World Services Inc. P.O. Box 8107, Prairie Village, Kansas, USA 66208