Inngangsorš

Inngangsorð

Inngangsorš
 
DRA eru sjálfstæð sjálfshjálparsamtök. Markmið okkar er að hjálpa körlum og konum sem eru haldin tvíþættri truflun. Við erum háð efnum og erum einnig einnig haldin tilfinningalegum eða geðrænum sjúkdómum. Báðir kvillar hafa áhrif á líf okkar á öllum sviðum; líkamlega, sálrænt, félagslega og andlega.

Tilgangur DRA samtakanna er fyrst og fremst að hjálpa hvert öðru að öðlast tvíþættan bata, að koma í veg fyrir afturför eða fall og að bera boðskapinn um bata til annarra sem eiga við tvíþætta truflun að stríða.

DRA samtökin hafa tvö inntökuskilyrði: löngun til að hætta að drekka áfengi og nota önnur vímuefni og löngun til að hafa stjórn á eigin tilfinningalegum eða geðrænum sjúkdómi með heilbrigðum og uppbyggjandi hætti.

DRA eru sjálfshjálparsamtök áhugamanna. Það þurfa alltaf að vera skýr mörk á milli vinnu DRA og vinnu fagmanna á sviði efnafíknar og geðheilbrigðis. DRA samtökin hafa enga skoðun á málefnum tengdum greiningu, meðferð, lyfjagjöf eða öðrum þeim málefnum sem tengjast heilbrigðisstéttunum.

DRA tengist ekki neinum öðrum sjálfshjálparsamtökum eða tólf spora samtökum. DRA samtökin hafa enga skoðun á því hvernig aðrir taka á vandamálum sem tengjast tvíþættri truflun og tvíþættum bata. Við gagnrýnum aldrei viðleitni annarra.

Copyright © Dual Recovery Anonymous World Services Inc.  P.O. Box 8107, Prairie Village, Kansas, USA 66208