Aš sęttast viš breytileikann

Að sættast við breytileikann

Aš sęttast viš breytileikann
 

Nýliðar og gestir kunna að spyrja sig: Getur DRA framkvæmdaáætlunin hjálpað mér þrátt fyrir einkennin sem ég er með? Slíkar tilfinningar eru ekki óalgengar. Við þurfum að hjálpa nýliðum að átta sig á að það er hægt að vera með ýmiss konar einkenni með tvíþætta truflun. Það er engin ein gerð af tvíþættri truflun. Við erum karlar og konur sem eigum það öll sameiginlegt að þjást af mismunandi sjúkdómum sem eru "engum að kenna". Einkenni þessarra sjúkdóma geta haft áhrif á getu okkar til að starfa eðlilega og eiga samskipti við aðra.

Sum okkar óttuðust að við værum að verða svo veik að engin von væri fyrir okkur. Við fórum að trúa að við yrðum aldrei "venjuleg" aftur. Mörg okkar upplifðu mikla skömm og sektarkennd. Við trúðum að tilfinningalegur eða geðrænn sjúkdómur okkar og efnafíkn væri okkur sjálfum að kenna. Sum okkar hafa orðið laumuleg. Við reyndum að halda drykkjunni og fíkniefnanotkuninni leyndri og seinna meir fundu sum okkar þörf fyrir að halda batanum og reynslusporunum leyndum. Okkur fannst líka að geðrænn sjúkdómur okkar yrði að vera leyndarmál, sérstaklega ef að lyfseðilskyld lyf voru hluti af bataáætlun okkar.

Okkur reyndist um megn að finna fleiri aðferðir til að vernda tilfinningar okkar og sjálfsálit og að vernda okkur gegn áliti umhverfis okkar. Mörg okkar fóru smám saman inn í skáp afneitunar. Ef það eru einhverjir á meðal okkar sem finnst þeir hafa búið í þessum skáp, þá bjóðum við þá velkomna. Við viljum að þú vitir að ótti, einangrun og launung þurfa ekki lengur að vera hluti af lífi þínu! !

Copyright © Dual Recovery Anonymous World Services Inc.  P.O. Box 8107, Prairie Village, Kansas, USA 66208